Innifatnaður er vinnufatnaður barnins í leikskólanum og skal miða klæðnað barnsins við þá starfsemi sem þar fer fram. Útifatnað skal miða við veður hverju sinni. Barnið þarf að vera með auka inniföt til skiptana sem geymd eru í körfu í hólfi barnsins. Foreldrar fylla fatahólf barnsins af nauðsynlegum fatnaði á mánudögum. Hólfin eru svo tæmd á föstudögum. Foreldrar bera ábyrgð á því að yfirfara fatahólf barnanna daglega. Nauðsynlegt er að merkja fötin vel með nafni barnsins en forðast að skrifa skammstafanir. Merkt föt komast frekar til skila. Foreldrar koma sjálfir með bleiur fyrir börn sín. Sett er tilkynning í hólf barnsins í tíma þegar bleiur eru að klárast.

© 2016 - Karellen