news

Breytt skipulag vegna samkomubanns

16. 03. 2020

Til foreldra og forráðamanna í leikskólum Hafnarfjarðar

Nú er skipulagsdagurinn á enda og stjórnendur í leikskólunum búnir að vinna áætlun eftir bestu getu og miðað við stöðuna eins og hún er núna.

Eins og segir í pósti til ykkar í gær þá eru þetta mjög óvæntar aðstæður sem enginn hefur tekist á við áður. Því biðjum við um að sýnd sé biðlund og þolinmæði ef skipulagið riðlast og getur því breyst en ef við vinnum þetta saman þá er allt hægt.

Óvæntar aðstæður í samfélaginu kallað á breytt skipulag leikskólastarfsins. Óhjákvæmilega getur skólastarfið ekki verið með sama hætti ásamt því sem börnin fá skerta dvöl.

Helmingur barna verður samtímis í leikskólanum.

Opnunartíminn verður 7:30-16:30.

Hvert barn mætir annan hvern dag. Það þýðir að barnið fær tvo daga aðra vikuna og þrjá daga hina vikuna.

Biðlað hefur verið til foreldra að vera með börn sín heima hafi þau tækifæri til þess.

Sýni börn flensueinkenni er ætlast til þess að þau séu heima.

Aðgengi foreldra inn í leikskólann verður takmarkað, aðeins fylgi barninu einn forráðamaður og einungis sé aðkoma í fataherbergi leikskólans.

Foreldrar eiga að tæma hólf barnanna daglega.

Og aftur, með fyrirfram þökk um sýndan skilning á þessum óvenjulegu aðstæðum og væntum góðs samstarfs á milli leikskóla og heimils.

Með kveðju

Starfsfólk Heilsuleikskólans Hamravellir.

© 2016 - 2020 Karellen