news

Könnun um mætingu milli jóla og nýárs

11. 11. 2019

Nú hefur könnun um mætingu milli jóla og nýárs verið send á foreldra. Mikilvægt er að svara fyrir föstudaginn 15. nóvember. Við biðjum ykkur vinsamlegast um að svara könnuninni hvort sem barnið er í fríi eða ekki.

Líkt og síðastliðið ár vill Hafnarfjarðarbær ásamt Skólum ehf. hvetja til samverustunda fjölskyldna og býður þess vegna foreldrum afslátt af leikskólagjöldum vilji þeir njóta fleiri frídaga með börnum sínum um jól og áramót. Þetta er í samræmi við þær áherslur sem lagðar voru fram varðandi bættar starfsaðstæður í leikskólum.

ATH. Aðeins annað foreldrið fékk könnunina senda.

© 2016 - Karellen