Heilsuleikskólinn Hamravellir tók til starfa 16.júní 2008 og voru þá eingöngu starfræktar tvær deildir til að byrja með.

Í ágúst 2008 var leikskólinn kominn í fullan rekstur og allar fjórar deildirnar starfræktar. Í september 2009 opnaði fimmta deild leikskólans í viðbættu húsnæði sem er tímabundið staðsett á útisvæði leikskólans.

Í dag eru Hamravellir 5 deilda leikskóli fyrir allt að 118 börn. Húsnæði leikskólans er í eigu Fasteignafélags Hafnarfjarðar en Hafnarfjarðarbær gerði samning við Skóla ehf um að reka skólann. Stærð húsnæðisins er samtals 727,5 m2. Heildarstærð lóðar er 6070,8 m2.

Deildir leikskólans eru fimm. Fjórar deildir eru inni í aðalbyggingunni og nefnast þær Birkikot, Hraunkot, Hvannakot og Mosakot. Krummakot er í viðbættu húsnæði á útisvæði leikskólans.

Hvannakot og Hraunkot eru með tvö leikrými hvor, salerni og leikfangasafn en deila með sér listasmiðju ásamt Krummakoti.

Birkikot er með tvö leikrými, salerni og leikfangasafn. Mosakot hefur þrjú leikrými, salerni og leikfangasafn en deila listasmiðju með Birkikoti.

Krummakot hefur tvö leikrými, eldhús og salerni. Listasmiðjur eru tvær í leikskólanum og er önnur staðsett á milli Hvannakots og Hraunkots en hin á milli Mosakots og Birkikots.

Heilsustefnan leggur áherslu á markvissa listsköpunartíma frá 2ja ára aldri, þar sem unnið er með einn eða fleiri þætti listsköpunar.

Í miðrými leikskólans er fullbúið eldhús, skrifstofur, sérkennslustofa, viðtalsherbergi, starfsmannaaðstaða og íþróttasalur. Íþróttasalurinn er búinn fjölbreyttum tækjum til íþróttaiðkunar með köðlum í loftinu, rimlum á veggjum og leggur Heilsustefnan áherslu á að hafa mjúkt íþróttagólf til að draga úr slysahættu.

© 2016 - Karellen