Innifatnaður er vinnufatnaður barnins í leikskólanum og skal miða klæðnað barnsins við þá starfsemi sem þar fer fram. Útifatnað skal miða við veður hverju sinni. Barnið þarf að vera með auka inniföt til skiptana sem geymd eru í körfu í hólfi barnsins. Foreldrar fylla fatahólf barnsins af nauðsynlegum fatnaði á mánudögum. Hólfin eru svo tæmd á föstudögum. Foreldrar bera ábyrgð á því að yfirfara fatahólf barnanna daglega. Nauðsynlegt er að merkja fötin vel með nafni barnsins en forðast að skrifa skammstafanir. Merkt föt komast frekar til skila. Foreldrar koma sjálfir með bleiur og blautþurrkur fyrir börn sín. Sett er tilkynning í hólf barnsins í tíma þegar bleiur/blautþurrkur eru að klárast.
Hér má sjá hvaða aukaföt og útiföt við mælumst til með að séu í hólfum barnanna.
Aukaföt sem þurfa að vera í hólfi barnsins (extra-clothes in the school):
- 2x Nærbolir og nærbuxur/samfellur (undershirts/dwie pary majtek/dwie pary)
- 2x Buxur (pair of trousers/spodnie)
- 1x Stuttermabolur (t-shirt/koszulka z kr. rękawem)
- 1x Langermabolur (long sleeve shirt/koszulka z długim rękawem)
- 2x Pör af sokkum (two pairs of socks/dwie pary skarpet)
Útiföt sem barnið þarf að eiga (outdoor-clothes the child needs in the school):
- Kuldagalli (warm overalls/kombienzon zimowy)
- Úlpa (warm jacket/ciepła kurtka)
- Regnjakki (rain-coat/kurtka przeciwdeszczowa)
- Regnbuxur (rain-trousers/spodnie przeciwdeszczowe)
- Húfa (warm hat/ciepła czapka)
- Buff/þunn húfa (thin hat/lekka czapk/kapelusz)
- Ullarsokkar (warm socks/ciepłe skarpety)
- 2x Vettlingar (mittens/rękawiczki)
- Regnvettlingar (rain mittens)
- Hlý peysa (warm sweater/ciepła bluza)
- Hlýjar buxur t.d. úr flís (warm pants e.g. fleece/ciepłe spodnie np. polarowe)
- Kuldaskór (warm shoes/ocieplane buty)
- Stígvél (rein boots/gumowce)
- Strigaskór (sneakers/obuwie sportowe)
Auka hlutir (Additional accessories):
- Bleiur og blautþurrkur (ef barn notar) (diapers and wipes/pieluchy I mokre chusteczki)
- Snuð (ef barn notar) (pacifier/miś)
- Bangsi (ef barnið notar) (teddu bear)
- Sólarvörn (sun lotion)
Það er mikilvægt að allur fatnaður sé merktur barninu (It´s important to put the childs name on the clothes).