Karellen

Foreldrafélag er starfandi í Heilsuleikskólanum Hamravöllum. En samkvæmt IV. kafla í Lögum um leikskóla, segir að leikskólastjóri skuli stuðla að samstarfi milli foreldra og starfsfólks leikskóla með velferð barnanna að markmiði. Foreldrum allra barna leikskólans er boðið að vera í foreldrafélaginu og kosið er í stjórn félagsins á hverju hausti. Foreldrafélagið skapar vettvang þar sem börn og foreldrar geta hist utan leikskólans og foreldrafélagið hefur boðið börnunum uppá einhverjar uppákomur í leikskólastarfinu. Aðstoðarleikskólastjóri situr fundi með foreldrafélagi sem fulltrúi leikskólans.

© 2016 - 2023 Karellen