Karellen

Á Hamravöllum er virk læsisstefna í gangi. Læsisteymi er leitt af starfsmönnum sem búa til mánaðaráætlanir fyrir hvern aldurshóp. Deildarstjórar fylla einnig út mánaðarskýrslur þar sem farið er yfir starf mánaðarins, hvað var gert, hvað heppnaðist vel og hvað mætti betur fara. Einnig er fylgst með hvaða skimanir eru lögð fyrir hvaða börn.

Á vef bæjarfélagsins Aarhus í Danmörku má finna málþroskabæklinga fyrir 0-3 ára börn annars vegar og 3-6 ára börn hins vegar. Bæklingana má nálgast á íslensku og fjölmörgum öðrum tungumálum. Sjá hér: http://www.aarhus.dk/da/omkommunen/organisation/Boern-og-Unge/PA/Pjecer-og-publikationer.aspx

© 2016 - 2023 Karellen